Ný plata frá Sheeran og úrvalsliði söngvara

Ed Sheeran og Elton John, sem reyndar kemur ekki fyrir …
Ed Sheeran og Elton John, sem reyndar kemur ekki fyrir á plötunni. Ljósmynd/E! Online

Tilvonandi Íslandsvinurinn Ed Sheeran gaf í dag út plötu, þá fjórðu á ferlinum. Ólíkt forverum sínum ber hún ekki heiti stærðfræðiaðgerðar, en einhverjir hefðu átt von á að platan sem fylgir plötunum Plus (+), Divide ÷ og X myndi bera nafnið mínus. Þess í stað heitir platan No.6 Collaboration Project, og inniheldur 15 lög sem öll eiga það sameiginlegt að vera samstarfsverkefni.

Einvalalið tónlistarmanna kemur fyrir á plötunni, og má þar nefna ungstirnið Khalid, Chance the Rapper, lærling Kanye West, Cardi B, Camilu Cabello, Eminem, 50 Cent, Young Thug og Justin Bieber. Sá síðastnefndi syngur með Sheeran lagið I Don‘t Caresem gefið var út á smáskífu í maí og útvarpshlustendur ættu að kannast við, í það minnsta þeim sem hlusta á K100.

Platan nýja fylgir á eftir plötunni Divide (÷) sem kom út fyrir tveimur árum og sló rækilega í gegn, náði efsta sætinu á vinsældarlistum um allan heim og náðu til að mynda öll 12 lög plötunnar inn á topp 20 listann breska, sem varð til þess að útgáfufyrirtæki listans, Official Charts Company, breytti reglum sínum um röðun á listann þannig að hver listamaður gæti einungis haft þrjú lög samtímis í efstu 100 sætum hans. Þá fékk platan Grammy-verðlaun fyrir bestu poppplötu ársins.

Það verður því erfitt fyrir listamanninn að ætla sér að toppa þann árangur; örlög velgengninnar sem margur listamaðurinn ætti að kannast við.

Ed Sheeran heldur tvenna tónleika á Laugardalsvelli 10. og 11. ágúst og má vænta þess að einhver laganna fái að hljóma þar. Því væri ekki vitlaust fyrir tónleikagesti, og raunar hvern sem er, að kynna sér afurðina sem finna má, til dæmis, á Spotify.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes