Ver myndina við minnismerkið um helförina

Söngkonan Pink með börnum sínum tveimur.
Söngkonan Pink með börnum sínum tveimur.

Tónlistarkonan Pink ver myndina sem hún birti af börnum sínum tveimur, Willow og Jameson, hlaupandi á milli minnismerkjanna um helförina í Berlín. Hún hefur verið gagnrýnd á samfélagsmiðlum fyrir að sýna börn sín að leik við minnismerkin og segja sumir hana ekki sýna helförinni virðingu með því að leyfa þeim að leika sér þar.

Pink segir í nýrri færslu á Instagram að börnin hennar séu í reynd gyðingar og að hún sé það líka. Hún vitnar í arkitektinn sem hannaði minnisvarðann og segir hann hafa trúað því að börn mættu vera börn.  

View this post on Instagram

Berlin, I love you. #holocaustmemorial #panamarestaurant #cocktailclasses #history #herstory #worldtour and for all of the comments; these two children are in actuality Jewish, as am I and the entirety of my mothers family. The very person who constructed this believed in children being children, and to me this is a celebration of life after death. Please keep your hatred and judgment to yourselves.

A post shared by P!NK (@pink) on Jul 14, 2019 at 6:57am PDT

Skiptar skoðanir eru um hvað má gera á svæðinu í kringum minnisvarðana í Berlín en þeir eru sem áður segir minnisvarðar um helförina. Í athugasemdakerfinu undir mynd Pink segja sumir að það gleðji þá að sjá börn að leik og fagna lífinu. Aðrir segja að það eigi að kenna börnum að sýna virðingu á stöðum sem þessum.

Margir bentu á að arkitektinn sem hannaði minnismerkin, Peter Eisenman, sagði að minnisvarðar séu hversdagslegir hlutir, ekki heilagir staðir. „Hugmynd mín var að leyfa eins mörgum af mismunandi kynslóðum, á sinn eigin hátt, að takast á við eða ekki að vera á þessum stað, og ef það vill hafa gaman þarna finnst mér það í lagi,“ sagði Eisenman í viðtali við BBC.

mbl.is