Khloé hatar ekki Tristan

Khloé Kardashian ásamt dóttur sinni True, sem þykir nokkuð lík …
Khloé Kardashian ásamt dóttur sinni True, sem þykir nokkuð lík pabba sínum.

Khloé Kardashian segir í athugasemd á Instagram að hún hati ekki barnföður sinn og fyrrverandi kærasta Tristan Thompson. Athugasemdina skrifaði hún við færslu hjá trölli á Instagram sem skrifaði að Khloé ætti erfitt með að hata Thompson þar sem dóttir þeirra, True, væri svo lík honum 

„Af hverju ætti ég að hata manneskju sem kom að því að búa til lítinn engil? Fólk gerir mistök og ég ætla ekki að halda aftur að mínum eigin bata með því að hata,“ skrifar Kardashian. Hún bætir við að hún sé upptekin við að hugsa um dóttur sína og vinna til þess að velta sér upp úr þessu. Hún segir að True hafi alltaf verið lík pabba sínum og að hún sé falleg. 

Thompson var uppvís að því að halda tvisvar sinnum fram hjá Kardashian meðan á sambandi þeirra stóð og hættu þau saman í febrúar síðastliðnum. Thompson hefur fengið að vera áfram í lífi dóttur sinnar þrátt fyrir það og keypti nýlega hús í grennd við Kardashian til að geta eytt meiri tíma með dóttur sinni. 

View this post on Instagram

Amen. #CommentsByCelebs

A post shared by Comments By Celebs (@commentsbycelebs) on Jul 17, 2019 at 9:19pm PDT

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að eyða í hópi góðra vina og njóta þess að slappa af. Fólk er umfram allt mannlegt og þú getur ekki búist við að það geri of mikið.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að eyða í hópi góðra vina og njóta þess að slappa af. Fólk er umfram allt mannlegt og þú getur ekki búist við að það geri of mikið.