Myndi aldrei klæðast litu bikiníi

Carrie Underwood í sundfötum sem hún hannaði.
Carrie Underwood í sundfötum sem hún hannaði. skjáskot/Instagram

Tónlistarkonan Carrie Underwood segir að hún muni aldrei klæðast pínulitlu þríhyrnings bikiníi. „Ég get það ekki, það er ekki að fara gerast. Það myndi aldrei gerast,“ segir Underwood í viðtali við People.

Underwood vill heldur vera í íþróttalegri sundfötum sem minna heldur á íþróttatoppa heldur en sundföt. Það má vel sjá á nýrri sundfatalínu sem hún gaf nýlega út. Hún segir að konur hafi komið upp að henni og þakkað henni fyrir góða hönnun á sundfötum sem henta bæði mæðrum og unglingsstúlkum. 

„Ég hugsaði um sjálfa mig að hlaupa á eftir börnunum mínum í sundlaugargarðinum að reyna að vera sæt en áhyggjulaus,“ sagði Underwood og gaf til kynna að sundfötin gætu runnið til á líkamanum. „Allt er þar sem það á að vera,“ sagði Underwood og átti við sína hönnun.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Finndu leið til að koma hugmyndum þínum á framfæri þannig að enginn misskilningur standi þeim í vegi. Dropinn holar bergið og einn góðan veðurdag fjölgar áhangendunum.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Finndu leið til að koma hugmyndum þínum á framfæri þannig að enginn misskilningur standi þeim í vegi. Dropinn holar bergið og einn góðan veðurdag fjölgar áhangendunum.