Allir jafnir í Svíþjóð, líka rapparar

A$AP Rocky er í gæsluvarðhaldi í Svíþjóð og bíður örlaga …
A$AP Rocky er í gæsluvarðhaldi í Svíþjóð og bíður örlaga sinna. Það finnst aðdáendum ótækt. AFP

„Ríkisstjórn Svíþjóðar getur ekki og mun ekki reyna að hafa áhrif á saksóknara eða dómstóla í málinu,“ segir Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar í samtali við SVT. Allir séu jafnir fyrir sænskum lögum og það eigi einnig við um gesti frá öðrum löndum.

Löfven átti símafund í morgun með Donald Trump Bandaríkjaforseta um málefni rapparans A$AP Rocky, sem hefur verið í gæsluvarðhaldi í Svíþjóð frá því í byrjun mánaðar, grunaður um líkamsárás. Sagði Trump samtalið hafa verið mjög gott.

Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar.
Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar. AFP

Donald Trump lýsti því yfir á Twitter í gær að hann hygðist ræða við hinn „mjög svo hæfileikaríka“ forsætisráðherra Svíþjóðar til að sjá hvernig hjálpa mætti rapparanum. Er það gert að undirlagi rapparans Kanye West og konu hans Kim Kardashian sem hafa kallað eftir því að Rocky verði sleppt. Undir það hafa raunar fjölmargar stjörnur og aðdáendur rapparans tekið, svo sem Justin Bieber.

Þá hefur sænski rithöfundurinn Leif GW Persson slegist í hóp þeirra sem gagnrýna gæsluvarðhaldið, en hann segir tvo menn, sem eltu A$AP Rocky vera ábyrga fyrir slagsmálunum. Rapparinn hafi verið í sjálfsvörn. Hann mætti í sjónvarp í síðustu viku til að lýsa þessari skoðun sinni, en í myndbandinu má einnig sjá upptöku af atvikinu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson