Svona grófu Perry og Swift stríðsöxina

Katy Perry og Taylor Swift voru miklar óvinkonur um skeið.
Katy Perry og Taylor Swift voru miklar óvinkonur um skeið. Samsett mynd

Það vakti athygli í vor þegar tónlistarkonurnar Katy Perry og Taylor Swift sáust í faðmlögum í tónlistarmyndbandi Swift. Perry og Swift voru klæddar sem hamborgari og franskar en það var ekki það sem vakti mesta athygli, heldur að þær væru vinkonur aftur á ný. 

Perry og Swift hafa átt í áralöngu stríði sem oft hefur ratað í fjölmiðla. Nú hafa þær grafið stríðsöxina og sagði Perry frá því hvernig þær gerðu það í morgunþætti með Jackie O

Perry segir að hún hafi átt frumkvæðið að sáttum þeirra. „Það var langur aðdragandi að því. „Ég sendi henni bókstaflega ólífugrein og skilaboð þar sem ég baðst afsökunar á mínum hlut í rifrildi okkar þegar hún hóf tónleikaferðalag sitt,“ sagði Perry. 

Nokkrir mánuðir liðu þó án þess að þær hittust í persónu. „Við byrjuðum að hittast í kringum Óskarsverðlaunapartýin þegar hún var í fylgd með kærastanum sínum. Ég fór til hennar og sagði bara „Hæ, langt síðan síðast. Ég held að við séum búnar að þroskast aðeins. Mig langaði bara að segja fyrirgefðu og ég er til staðar fyrir þig. Ég elska þig og vona að við getum verið vinkonur í framtíðinni,“,“ sagði Perry. 

Síðan héldu þær áfram að spjalla saman og smátt og smátt fóru þær að treysta hvor annarri aftur. „Ég treysti henni og hún mér. Við sjáum hvor aðra í vinnunni og þurfum ekki að forðast hvor aðra. Við föðmumst. Það er frábært að við höfum fengið þetta tækifæri til að breytast og ég vona að fólk geti lært af því,“ sagði Perry.

View this post on Instagram

This meal is BEEF-free #MeatFreeMonday 🍔♥️🍟 #YNTCDmusicvideo Link in Stories

A post shared by KATY PERRY (@katyperry) on Jun 17, 2019 at 5:39am PDT



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson