Bítla-húðflúr Drake vekur athygli

Drake hefur átt 35 lög á lista Billboard.
Drake hefur átt 35 lög á lista Billboard. AFP

Nýtt húðflúr kanadíska rapparans Drake hefur vakið athygli á samfélagsmiðlum. Drake hefur látið húðflúra á sig myndina frægu af þeim Lennon, McCartney, Starr og Harrison þar sem þeir ganga yfir Abbey Road á framhandlegg sinn. Ekki nóg með það lét hann húðflúra mynd af sjálfum sér ganga á undan þeim. 

þetta er skírskotun í það að Drake sló met Bítlanna á Billboard-listanum nýverið þar sem hann hefur átt 35 lög á topp 100 listanum, en Bítlarnir einungis 34.

Sumir telja þetta vera óvirðingu við minningu og afrek Bítlanna, en öðrum finnst þetta heldur lúðalegt af rapparanum. Drake hefur sjálfur ekki birt mynd af húðflúrinu eða montað sig af því, en það sést á nýlegum myndum af honum.mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í góðu jafnvægi andlega sem líkamlega og mátt ekki láta neitt verða til að trufla það. Gættu að hvað þú segir.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í góðu jafnvægi andlega sem líkamlega og mátt ekki láta neitt verða til að trufla það. Gættu að hvað þú segir.