Kominn með nóg og sótti um skilnað

Liam Hemsworth og Miley Cyrus eru að skilja.
Liam Hemsworth og Miley Cyrus eru að skilja. mbl.is/AFP

Margir héldu að hjónin Liam Hemsworth og Miley Cyrus biðu með að skilja formlega þegar þau tilkynntu fyrr í ágúst að þau væru hætt saman. Svo virðist þó sem slepptu mér/haltu mér-samband þeirra sé búið og hefur Hemsworth sótt formlega um skilnað frá söngkonunni. 

Á vef The Blast kemur fram að ástralski leikarinn hafi sótt formlega um skilnað frá söngkonunni í Los Angeles á miðvikudaginn. Í skjölunum kemur fram að ástæða skilnaðarins sé ósættanlegur ágreiningur. Hemsworth biður ekki um peninga frá Cyrus enda skrifuðu þau undir kaupmála áður en þau giftu sig 23. desember í fyrra. 

Heimildarmaður E! segir að skilnaðurinn ætti að vera einfaldur vegna kaupmálans. Hjónin voru með aðskilinn fjárhag meðan á hjónabandinu stóð auk þess sem þau áttu fasteignir sem þau keyptu áður en þau gengu í hjónaband. Það eina sem þarf að skipta upp á milli þeirra eru dýrin þeirra.

Heimildarmaður segir Liam kominn með nóg. Nú sé ekki hægt að snúa aftur og hann veit að hann vill halda áfram með líf sitt. „Þau hafa ekki átt í miklum samskiptum. Það er ekkert sem þarf að tala um,“ sagði heimildarmaðurinn. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Finndu leið til að koma hugmyndum þínum á framfæri þannig að enginn misskilningur standi þeim í vegi. Dropinn holar bergið og einn góðan veðurdag fjölgar áhangendunum.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Finndu leið til að koma hugmyndum þínum á framfæri þannig að enginn misskilningur standi þeim í vegi. Dropinn holar bergið og einn góðan veðurdag fjölgar áhangendunum.