Segist ekki vera með „það stórt“ typpi

Orlando Bloom er hógvær.
Orlando Bloom er hógvær. AFP

Leikarinn Orlando Bloom sagði í viðtali við Howard Stern að myndir sem voru teknar af honum nöktum árið 2016 hefðu ekki sýnt hann í réttu ljósi. 

Bloom var myndaður á ströndinni með unnustu sinni Katy Perry árið 2016. Þá voru þau Perry á bretti í sjónum og leikarinn var kviknakinn. Myndirnar fóru á flug um netið og vöktu mikla athygli. Hann segir að myndirnar séu sjónhverfing og hann sé raunverulega ekki svo stór.

Bloom segir í viðtalinu að fyrst hafi hann tekið fréttunum um að nektarmyndir af honum myndu mögulega fara á flug með hálfkæringi. Svo þegar myndirnar hafi verið komnar í dreifingu hafi sér ekki staðið á sama. 

„Fyrst komu myndirnar með svörtum kassa yfir því og ég grínaðist: „Vonandi eiga þeir nógu stóran kassa til að setja yfir!“ Síðan fattaði ég að það er einhver að fara að taka svarta kassann í burtu því hann fær nógu mikið greitt,“ sagði Bloom. 

Hann var svo fljótur að benda á að aðdáendur hans þyrftu ekki að fletta myndunum upp á netinu til að sjá hann nakinn þar sem hann kemur fyrir nakinn í nýjum þáttum sínum, Carnival Row.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur skilað góðu verki og átt skilið að njóta góðra stunda af því tilefni. Vondu fréttirnar eru hins vegar þær að þú þarft að standa fyrir máli þínu.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur skilað góðu verki og átt skilið að njóta góðra stunda af því tilefni. Vondu fréttirnar eru hins vegar þær að þú þarft að standa fyrir máli þínu.