Segist ekki vera með „það stórt“ typpi

Orlando Bloom er hógvær.
Orlando Bloom er hógvær. AFP

Leikarinn Orlando Bloom sagði í viðtali við Howard Stern að myndir sem voru teknar af honum nöktum árið 2016 hefðu ekki sýnt hann í réttu ljósi. 

Bloom var myndaður á ströndinni með unnustu sinni Katy Perry árið 2016. Þá voru þau Perry á bretti í sjónum og leikarinn var kviknakinn. Myndirnar fóru á flug um netið og vöktu mikla athygli. Hann segir að myndirnar séu sjónhverfing og hann sé raunverulega ekki svo stór.

Bloom segir í viðtalinu að fyrst hafi hann tekið fréttunum um að nektarmyndir af honum myndu mögulega fara á flug með hálfkæringi. Svo þegar myndirnar hafi verið komnar í dreifingu hafi sér ekki staðið á sama. 

„Fyrst komu myndirnar með svörtum kassa yfir því og ég grínaðist: „Vonandi eiga þeir nógu stóran kassa til að setja yfir!“ Síðan fattaði ég að það er einhver að fara að taka svarta kassann í burtu því hann fær nógu mikið greitt,“ sagði Bloom. 

Hann var svo fljótur að benda á að aðdáendur hans þyrftu ekki að fletta myndunum upp á netinu til að sjá hann nakinn þar sem hann kemur fyrir nakinn í nýjum þáttum sínum, Carnival Row.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes