Konan er 26 árum yngri og veit að hún verður ein

Rod Stewart er á áttræðisaldri.
Rod Stewart er á áttræðisaldri. mbl.is/AFP

Penny Lancaster, eiginkona söngvarans Rods Stewarts, sagði í sjónvarpsviðtali á dögunum að hún hugsaði stundum til þess að hún muni ekki eldast með eiginmanni sínum að því er fram kemur á vef Daily Mail. Lancaster er 48 ára en stórsöngvarinn hins vegar 74 ára. 

Þegar Lancaster verður á sama aldri og Stewart er nú verður söngvarinn 100 ára en 26 ár eru á milli hjónanna sem hafa verið saman í 20 ár í ár. 

„Rod er á áttræðisaldri og við eigum stóra fjölskyldu heima. Líf mitt snýst í kringum fjölskylduna. Stundum hugsa ég um það að þegar ég verð á Rods aldri mun ég ekki hafa eiginmann minn og börnin verða orðin fullorðin og farin og ég verð að búa mig undir það,“ sagði Lancaster. 

Lancaster er þriðja eiginkona Stewarts en saman eiga þau tvö börn. Stewart á samtals átta börn með fimm konum. 

Rod Stewart á ströndinni ásamt sonum og eiginkonu sinni.
Rod Stewart á ströndinni ásamt sonum og eiginkonu sinni. skjáskot/Instagram
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú fylgir sannfæringu þinni þessa dagana og uppskerð ríkulega. Einbeittu þér að því sem þú ert best/ur í, skipulagi.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú fylgir sannfæringu þinni þessa dagana og uppskerð ríkulega. Einbeittu þér að því sem þú ert best/ur í, skipulagi.