Gripin glóðvolg með giftingarpappíra

Jennifer Lawrence.
Jennifer Lawrence. mbl.is/AFP

Stórstjarnan Jennifer Lawrence er sögð ætla að halda brúðkaupsveislu í næsta mánuði en hún og unnusti hennar, Cooke Maroney, trúlofuðu sig í febrúar. Nú virðist sem Lawrence og Maroney séu mögulega búin að gifta sig löglega. Þau sáust að minnsta kosti fyrir utan dómshús í New York á mánudaginn að því fram kemur á vef Page Six svo eitthvað eru þau að bauka. 

Með þeim Lawrence og Maroney var þekktur ljósmyndari, vinur og tveir öryggisverðir. Var Lawrence meðal annars mynduð fyrir utan í gráum jakka, gallabuxum og með pappír í höndunum. Ljósmyndarinn sem var með í för heitir Mark Seliger og hefur meðal annars myndað fyrir tímarit á borð við Vanity Fair og GQ. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er eitthvað að en þér finnst þú ekki geta fest hendur á neinu. Við getum ekki breytt fólki, bara elskað það eins og það er.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er eitthvað að en þér finnst þú ekki geta fest hendur á neinu. Við getum ekki breytt fólki, bara elskað það eins og það er.