Sanna en ótrúlega sagan á bak við Unbelievable

Saga Marie er ótrúleg.
Saga Marie er ótrúleg. Netflix

Þættirnir Unbelievable á streymisveitunni Netflix hafa fengið mikla athygli síðustu daga. Þættirnir fóru í sýningu föstudaginn 13. september en þeir eru byggðir á sannri sögu. Saga stúlkunnar sem þættirnir fjalla um eru í senn ógvænlegir og ótrúlegir, líkt og titill þáttanna gefur til kynna. 

Viðvörun: Hér fyrir neðan er fjallað um söguþráð þáttanna sem getur spillt fyrir þeim sem ekki hafa séð þá.

Í fyrsta þætti af Unbelievable greinir 18 ára stúlka í Washington frá nauðgun sem hún varð fyrir. Lögreglan tekur lítið mark á henni og hefja rannsóknarlögreglumennirnir rannsókn á stúlkunni sjálfri en ekki árásinni sem hún varð fyrir.

Í öðrum þætti er fylgt eftir öðru nauðgunarmáli þar sem leikkonan Merrit Wever fer með hlutverk rannsóknarlögreglu. Hún hlustar þolinmóð á brotaþolann og minnir hana á að hún geti kannski ekki munað öll smáatrið um árásina sem hún varð fyrir. 

Handrit þáttanna er byggt á grein sem birtist árið 2015 og ber nafnið „An Unbelievable Story of Rape“ eða „Ótrúleg saga af nauðgun“ á íslensku. Höfundar greinarinnar T. Christian Miller og Ken Armstrong unnu Pulitzer-verðlaun fyrir greinina. Greinin fjallar um sögu ungrar konu, sem kölluð er Marie í greininni sem var ákærð fyrir fölsun í skýrslugjöf, þar sem hún sagði sér hafa verið nauðgað í íbúð sinni. 

Greinin ótrúlega er átakanleg allt frá fyrstu orðum hennar „Enginn kom með henni fyrir dómara þennan dag, nema lögfræðingurinn hennar sem skipaður var af ríkinu.“

Marie ólst upp á fósturheimili eftir mikla vanrækslu í æsku. Í greininni er vísað til skýrslna sérfæðinga sem tóku viðtöl við Marie í fjölda klukkustunda. Hún sagði þeim frá því að hún myndi eftir að hún hefði verið mjög svöng og borðað hundamat. Hún greindi einnig frá barsmíðum og kynferðisofbeldi.

Í ágúst 2008, þegar Marie hafði gefið lögreglu skýrslu af nauðguninni, bjó hún ein í úthverfi Seattle borgar í Washington-ríki í Bandaríkjunum. Hún sagði lögreglunni að árásarmaðurinn hafi brotist inn í íbúð hennar sem var niðurgreidd af samtökum sem hjálpa ungu fólki sem ólst upp í félagskerfinu að koma undir sig fótunum. Hún greindi frá því að árásarmaðurinn hafi bundið fyrir augu hennar á meðan hann nauðgað henni og taldi hann hafa notað smokk. 

Þættirnir Unbelievable hefjast aðeins nokkrum klukkustundum eftir að Marie var nauðgað, þegar henni var gert að segja frá nauðguninni í smáatriðum fyrir lögreglu. Í lok þáttarins ákveða lögreglumennirnir svo að ónákvæmni í frásögn hennar gefi til kynna að hún sé að ljúga. 

Annar höfundur greinarinnar sagði í þræði á Twitter að hann hafi aldrei litið á Marie sem karakter heldur manneskju sem treysti honum fyrir sögu sinni. Hann hrósaði framleiðendum þáttanna fyrir að sýna hvernig rannsókn lögreglu getur orðið áfall ein og sér. 

Til þess að sýna það leyfði hún staðreyndunum að tala máli sínu. Til að mynda má sjá í þáttunum að tvær af fyrrverandi fósturmæðrum Marie trúðu ekki frásögn hennar. Annarri fannst undarlegt að hún muni ekki hvaða rúmföt voru á rúminu hennar þegar nauðgunin átti sér stað. Hin sagði hana vera athyglissjúka og hringdi í aðra rannsóknarlögregluna til þess að segja þeim það. 

Að lokum dró Marie frásögn sína til baka í kjölfar fjölda yfirheyrslna. Í þáttunum er einbínt á þegar hún dregur frásögn sína til baka. Hún missir fjölda vina, missir næstum því húsnæðið sitt og er kjöldregin í fjölmiðlum en þó ekki undir nafni. Hún gat ekki lengur treyst fullorðna fólkinu í lífi sínu og gengur erfiðlega að takast á við áfallið.

Í lok fyrsta þáttarins má sjá Marie klifra yfir handrið á brú og íhuga að stökkva. Í greininni sagði Marie frá því að það hafi verið í fyrsta og eina skiptið sem hana hafi langað til að deyja. 

Það gerist áður en lögreglan ákveður að ákæra hana fyrir fölsun í skýrslugjöf, þrátt fyrir þá staðreynd að hún hafi ekki tilgreint neinn árásar mann og þrátt fyrir þá staðreynd sem síðar kom í ljós að frásögn hennar var sönn. 

Í næsta þætti er stokkið aftur til ársins 2011 í Colorado-ríki þar sem ungur háskólanemi segir frá nauðgun sem hún varð fyrir af manni sem huldi andlit sitt. Hún sagði hann hafa tekið myndir af henni og hótað að birta þær á Internetinu ef hún hrindi í lögregluna. Þar stígur karakter Wever inn, Karen Duvall. Hún nálgast málið á allt annan hátt og sýnir fórnarlambinu samkennd. 

Duvall rannsakar máli með Grace Rasmussen, gamalli rannsóknarlögreglu sem hafði rannsakað sambærileg mál. Rannsókn þeirra Duvall og Rasmussen leiðir þær að raðnauðgaranum Marc O'Leary sem þær síðar handtóku. Hann hafði tekið myndir af öllum fórnarlömbum sínum, og ein af þeim var Marie. 

Hann játaði sekt í 28 nauðgunarmálum og öðrum brotum í Colorado-ríki og var dæmdur í 327,5 ára fangelsi. Sakfellingin í málinu neyddi lögregluna í Seattle til þess að endurskoða fyrri nauðgunarmál. Niðurstaðan var sú að Marie var neydd af lögreglu til þess að segja að árásin hafi verið uppspuni. Hún kærði ríkið og hlaut 150 milljónir í skaðabætur. 

Armstrong skrifaði á Twitter á mánudag að Marie hafi horft á þættina og talið þá vera frábæra þrátt fyrir að hún hafi grátið mikið yfir þeim. 

Byggt á grein The Washington Post. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nýir vinir sem þú kynnist eru af því tagi að hægt er að umgangast þá við hvaða aðstæður sem er.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nýir vinir sem þú kynnist eru af því tagi að hægt er að umgangast þá við hvaða aðstæður sem er.