Íhugaði að flytja til Pakistan með ástmanninum

Díana prinsessa árið 1997.
Díana prinsessa árið 1997. AFP

Hertogahjónin af Cambridge, Vilhjálmur og Katrín eru í opinberri heimsókn í Pakistan þessa dagana. Díana prinsessa, móðir Vilhjálms, heimsótti landið þrisvar sinnum og var meira að segja að íhuga að flytja þangað að því fram kemur í pistli Richard Kay, konunglegs blaðamanns Daily Mail.  

Díana heimsótti landið þrisvar, þar af aðeins einu sinni á meðan hún var gift Karli Bretaprinsi. Kay rifjar upp að Díana hafi heimsótt landið tvisvar á meðan hún átti í ástarsambandi við hjartaskurðlækninn Hasnat Khan en hann var fæddur í Pakistan. 

Er hún sögð hafa verið að íhuga að giftast hjartaskurðlækninum og jafnvel flytja til heimalands hans. Díana náði meðal annars að heimsækja fjölskyldu kærasta síns á ferðum sínum til Pakistan. Díana á að hafa heillast af lífsstíl vinkonu sinnar, Jemimu Goldsmith, sem var á sínum tíma gift núverandi forsætisráðherra Pakistan, Imran Kahn. 

Í maí 1997 fór Díana prinsessa til Pakistan í þriðja og síðasta sinn. Í ferðinni er hún sögð hafa áttað sig á því að lífið í Pakistan væri of óútreiknanlegt. Díana hætti með hjartaskurðlækninum skyndilega og í lok ágúst lést hún í bílslysi í París með nýjum elskhuga, Dodi Fayed. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vertu óhræddur við að bera upp þær spurningar, sem þér liggja á hjarta. Haltu áfram á sömu braut því þú munt verða stolt/ur af þeim árangri sem þú nærð.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vertu óhræddur við að bera upp þær spurningar, sem þér liggja á hjarta. Haltu áfram á sömu braut því þú munt verða stolt/ur af þeim árangri sem þú nærð.