Parton glímdi við sjálfvígshugleiðingar

Dolly Parton fór í gegnum erfiða tíma.
Dolly Parton fór í gegnum erfiða tíma. AFP

Tónlistarkonan Dolly Parton sagði frá því þegar hún lenti á botninum og íhugaði að taka sitt eigið líf í fyrsta þætti af hlaðvarpsseríunni Dolly Parton's America. Serían telur alls níu þætti og er aðgengileg á öllum helstu hlaðvarpsveitum. 

„Ég fitnaði mikið og var að ganga í gegnum breytingar í lífinu, ég var að takast á við fullt af konuvandamálum. Hafði verið að ganga í gegnum mikla erfiðleika í fjölskyldunni, stressið og hjartasárið. Það voru margir hlutir í gangi á þeim tíma. Ég brotnaði bara niður,“ sagði Parton. 

Parton sagði ekki meira frá heilsuvandamálum sínum, en kántrísöngkonan þurfti að aflýsa tónleikaferð árið 1982 vegna kviðverkja og blæðinga. Árið 1984 þurfti að fjarlægja hluta af legi hennar og var henni sagt að hún gæti ekki eignast börn, sem leiddi hana út í þunglyndi. Hún átti líka erfitt með mataræðið.

Hún sagði í viðtali við Closer Weekly að stundum þurfi Guð bara að berja mann niður. „Hann var næstum því að segja „Sestu niður á litla rassinn þinn því að þú þarft að takast á við hlutina“,“ sagði Parton. Hún segist hafa snúið sér að trúnni og byrjað að rífast við Guð. 

„Allt var svo ruglandi og ég var svo reið og sár, ég var óhamingjusöm svo ég sagði bara [við Guð] „Þú þarft að gefa mér einhver svör eða ég er farin héðan. Og þá þurfum við bæði að takast á við þetta,“ sagði Parton. Á erfiðum tímapunkti lagðist Popeye, hundur Parton, á rúmið hennar „þegar ég var að skrifa, þú veist,“ sagði Parton. Hún leit á það sem merki frá Guði að halda áfram. 

Hún hefur sagt í viðtölum að hún þurfi að passa sig á þunglyndinu því það sé arfgengt í fjölskyldunni. „Það kemur yfirleitt vegna hluta sem eru í gangi í fjölskyldunni og ef það eru vandamál er það stundum of mikið fyrir eina litla manneskju að bera,“ sagði Parton. 

Parton trúir því að reynsla hennar hafi gert hana sterkari. „Eftir þetta var ég meiri manneskja en ég var nokkurn tímann. Það var gott fyrir mig. Ég drakk ekki og fór ekki í fíkniefnin en ég sá alveg hvar ég hefði getað gert það. Ég skildi hvernig fólk gat orðið nógu þunglynt til að drepa sig,“ sagði Parton.



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson