Farið fram á frið á Húsavík

„Þegar farið er frá borginni á minni stað sleppir maður hendinni af mörgu. Það skapar betra umhverfi fyrir það sem við erum að fara fram á,“ segir tónlistarkonan Melissa Auf Der Maur, þekktust sem bassaleikari Hole og Smashing Pumpkins. Hún var einn skipuleggjenda fyrstu Arctic Drone hátíðarinnar sem haldin var á Húsavík fyrr í mánuðinum þar sem fjöldi tónlistarfólks lék drone-tónlist í 24 klukkustundir samfleytt.

Auf Der Maur hefur á undanförnum árum staðið fyrir sambærilegum viðburðum í Hollandi, Kanada og Svíþjóð en upphaflega í Hudson í New York fylki í Bandaríkjunum. Sem einn stofnenda Basilica Hudson, þar sem ýmsar listgreinar renna saman undir einu þaki í gamalli stálverksmiðju, byrjaði hún að þróa hugmyndina um 24 klukkustunda langa dróntónleika. 

Fimm árum síðar er hugmyndin farin að dreifast um heiminn og viðburðunum farið að fjölga. Í samtali á hátíðinni sagði hún mér frá því hvernig hugmyndin hefur mótast. Í myndskeiðinu má einnig heyra hljóðupptökur af tónleikunum.

En þar sem það tekur smá tíma fyrir slíkan viðburð að gerjast með manni sendi ég henni línu til að spyrja hana út í hvernig Arctic Drone hefði heppnast í samanburði við aðra sambærilega tónleika?

„Upplifunin á Arctic Drone var mun nánari en þeir viðburðir sem við höfum sett upp áður. Það hjálpar okkur við að skapa tengsl við þátttakendur og til lengri tíma að þróa hátíðina hér á landi. En það er okkar von að þetta verði árlegur viðburður. Það að komast í kynni við Barða og tónlistarfólkið er búið að skapa sambönd og vonafi skipuleggja eitthvað stærra á næsta ári.

Af öllum þeim stöðum sem Basilica og ég sjálf myndum vilja tengjast er Ísland einn sá augljósasti. Markmiðið með dróni er svo tengt anda þess sem er svo fallegt við íslenska tónlist og menningu; auðmýkt, þolinmæði, trú á hið yfirnáttúrulega og hin sterka tenging við umhverfið og andrúmsloftið.“ 

Þar höfum við það.   

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hjól lífsins halda áfram að snúast þó maður fyrirgefi óvini sínum. Skap þitt er þannig þessa dagana að þú ættir að telja upp að tíu áður en þú svarar einhverjum fullum hálsi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Torill Thorup
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hjól lífsins halda áfram að snúast þó maður fyrirgefi óvini sínum. Skap þitt er þannig þessa dagana að þú ættir að telja upp að tíu áður en þú svarar einhverjum fullum hálsi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Torill Thorup
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup