Á fljúgandi uppleið

Hrúturinn | 21. MARS 20. APRÍL
Elsku Hrúturinn minn, það er búin að vera mikil spennuafstaða í orkunni þinni síðastliðinn mánuð og stundum hefur þér fundist þér líða svo afskaplega vel, en líka alveg ömurlega, svo þú verður hjartað mitt að vera meðvitaður um litlu hlutina og lifa í mínútunni, því hugur þinn hefur verið á ljóshraða og allt einhvern veginn að gerast í einu.

Þú ert að taka mjúka lendingu og tekur miklu sterkar á móti hinu góða í nóvember, svolítið eins og þú fáir extra ró, setjir meira traust út í alheiminn og á annað fólk og þetta reddast verður uppáhaldssetningin þín, því það er nákvæmlega það sem mun gerast. Þú ert að bíða eftir einhvers konar niðurstöðum eða pappírum sem innihalda svör og þetta er allt á leiðinni til þín.

Þegar þér finnst sérstaklega allt vera komið í einhvern haug, þá hverfur sá haugur á svipstundu og þú nærð að halda þessari góðu ró. Krafturinn í lífi þínu verður mikill og þótt þú hafir sterkar og miklar skoðanir skaltu frekar nota orð þín til að hrósa en að hrekkja. Þú ert svo orðheppinn, elskan mín, og það sem þú setur út í alheiminn þennan mánuðinn kemur til baka til þín margfalt eins og búmerang.

Þú skalt alls ekki vorkenna þér yfir neinu, því þú ert að fá stórar gjafir og dásamlegan styrk sem tengist vinnu, verkefnum eða bara lífinu. Leggðu þig allan fram við að vera rómantískur, hvort sem þú ert í sambandi eða vilt bara heilla einhvern upp úr skónum, því það mun svo sannarlega takast ef þú gefur þeim sem þú elskar tvöfalt meiri tíma, því tíminn er það verðmætasta sem þú átt og gefur. Þú ert á fljúgandi uppleið í lífi þínu, taktu vel eftir kraftaverkunum sem eru að gerast allt í kringum þig.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert kalin/n á hjarta eftir höfnun. Þú veðjaðir því miður á rangan hest. Láttu hart mæta hörðu.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert kalin/n á hjarta eftir höfnun. Þú veðjaðir því miður á rangan hest. Láttu hart mæta hörðu.