Cage leikur Cage í mynd um Cage

Nicolas Cage með mikið skegg í september.
Nicolas Cage með mikið skegg í september. AFP

Leikarinn Nicolas Cage má muna sinn fífil fegurri enda hafa einkamál hans ratað oftar í fréttir síðustu ár en leiksigrar hans á hvíta tjaldinu. Hollywood-stjarnan er nú sögð ætla að leika í mynd sem byggð er á leikferli hans að því fram kemur á vef The Hollywood Reporter

Myndin er sögð bera nafnið The Unbearable Weight of Massive Talent og er handritið skrifað af Tom Gormican og Kevin Etten en sá fyrrnefndi er einnig sagður leikstýra myndinni. Mikill áhugi er sagður fyrir myndinni og er samningur við framleiðslufyrirtækið Lionsgate á lokametrunum. 

Samkvæmt heimildarmanni The Hollywood Reporter fékk Cage sent handritið ásamt bréfi frá handritshöfundinum og væntanlegum leikstjóra. Í máli hans kom fram að myndin væri eins konar ástaróður til Cage og ekki væri verið að gera grín að honum. Cage var þar með sannfærður og kom að verkefninu fyrir nokkrum vikum. 

Ef af myndinni verður mun Cage leika leikara sem er að reyna að fá hlutverk í mynd Quentin Tarantino. Hann er einnig að kljást við slæmt samband sitt við unglingsdóttur sína. Leikarinn talar við sjálfan sig frá því á tíunda áratugnum. Sú útgáfa af honum skammar hann fyrir að leika í of mörgum lélegum myndum og fyrir að vera ekki stjarna lengur. Fyrir utan allt þetta á persónan auðvitað í peningavandræðum. Vitnað er í myndir sem Cage hefur leikið í eins og Leaving Las Vegas, Face-Off og Gone in 60 Seconds. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það skiptir öllu í samstarfi að menn virði skoðanir hvers annars og nái samkomulagi um það sem máli skiptir. Að öðrum kosti talarðu fyrir daufum eyrum.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það skiptir öllu í samstarfi að menn virði skoðanir hvers annars og nái samkomulagi um það sem máli skiptir. Að öðrum kosti talarðu fyrir daufum eyrum.