Sótti innblástur til Íslands við gerð Frozen 2

Það er Íslandstenging í Frozen 2.
Það er Íslandstenging í Frozen 2. Ljósmynd/Disney

Jennifer Lee, handritshöfundur og annar leikstjóri Frozen 2, segir að teymið á bak við teiknimyndina hafi meðal annars sótt innblástur til Íslands og norrænna sagnahefða við gerð myndarinnar. Í myndinni hitta áhorfendur aftur fyrir þau Önnu, Elsu og snjókarlinn Ólaf. Náttúran er einnig sögð leika stórt hlutverk í nýju myndinni. 

Lee segir í viðtali á vef Indica News að teymið á bak við myndina hafi viljað kanna töfra. Gamlar norskar þjóðsögur leiddu þau til Íslands þar sem þau könnuðu Íslendingasögurnar. Lee lýsir Önnu sem ævintýraprinsessu en Elsu sem goðsögulegri hetju sem hefur þann mátt að búa til og stjórna snjó. 

Jennifer Lee leikstýrði og skrifaði handritið af Frozen 2.
Jennifer Lee leikstýrði og skrifaði handritið af Frozen 2. AFP

„Þú gast fundið þjóðsögurnar lifna við og leiðsögumennirnir okkar sögðu okkur meira og þú byrjaðir að finna fyrir anda náttúrunnar alls staðar. Það skipti okkur miklu máli,“ sagði Lee en ásamt því að fara til Noregs og Íslands fór teymið til Finnlands.

Lee talar svo sérstaklega um Ísland í viðtalinu.   

„Þegar við komum til Íslands fann ég fyrir smæð minni gegn náttúruöflunum. Ég var gjörsamlega máttvana gegn þeim. Við áttuðum okkur á því að á svo margan hátt vorum við eins og Elsa og Anna. Anna er nátengd þjóðsögum og ævintýrum. Elsa er mjög tengd Íslandi og náttúruöflunum. Þetta skapaði grunn fyrir okkur til að skoða ævintýri og goðsagnir af meiri dýpt.“

Frozen 2 verður frumsýnd á Íslandi næstu helgi en hefur nú þegar verið frumsýnd í Bandaríkjunum og Bretlandi. 

Frá frumsýningu Frozen 2 í London.
Frá frumsýningu Frozen 2 í London. AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Reyndu að hrista svolítið upp í hversdagsleikanum og gera eitthvað óvenjulegt í dag. Hvaða ánægju leitar þú? Hafðu ávallt í huga að leggja þig allan fram til að ná því.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Reyndu að hrista svolítið upp í hversdagsleikanum og gera eitthvað óvenjulegt í dag. Hvaða ánægju leitar þú? Hafðu ávallt í huga að leggja þig allan fram til að ná því.