„Konur eru óöruggar í návist karla“

Myndbandið við lagið Ofurkona með Þórunni Antoníu var frumsýnt í Smárabíói  á samstöðufundi Góða Systir undir yfirskriftinni: Hvað er að vera kona?

„Myndbandið er einhverskonar pressa og vonbryggði sem safnast upp í glansmyndinni af fullkomna lífinu,“ segir Þórunn Antonía um myndbandið.

Lagið Ofurkona er afrakstur samstarfs Þórunnar Antoníu og Valgeirs Magnússon þar sem texti lagsins var unninn upp úr viðtölum við 40 konur um það hvað og hvernig það er að vera kona? 

„Það var margt sem kom mér á óvart í þessum viðtölum og mun ég deila með þeim sem mæta á frumsýninguna nokkrum af þeim atriðum. Eitt af því var til dæmis hversu margar konur eru óöruggar í návist karla og hversu oft karla með líkhamstjáningu og raddbeitingu ná að yfirtaka aðstæður og nýta sér þetta óöryggi. Einnig hversu margar konur eru beinlínis hræddar við að vera einar á ferð og líka hvers vegna?“

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það þarf ekki alltaf einhver ósköp til þess að lífga upp á tilveruna. Hvað sem þú tekur þér fyrir hendur mun ganga upp. Vertu bjartsýn/n.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það þarf ekki alltaf einhver ósköp til þess að lífga upp á tilveruna. Hvað sem þú tekur þér fyrir hendur mun ganga upp. Vertu bjartsýn/n.