Ver 39 ára aldursmuninn

Dennis Quaid er með 26 ára gamalli konu og á …
Dennis Quaid er með 26 ára gamalli konu og á 11 ára gamla tvíbura rétt eins og faðirinn í The Parent Trap. AFP

Hinn 65 ára gamli leikari leikari Dennis Quaid trúlofaði sig í haust. Unnustan Lauru Sa­voie er aðeins 26 ára en Quaid  segir í nýju viðtali við The Guardian athyglina ekki hafa truflað sig. „Mér fannst það reyndar yndislegt,“ sagði Quaid

„Ég fór ekki út að leita að aldursmun eða einhverri yngri. Ég hitti hana á viðskiptaviðburði og svo þróaðist sambandið. Þú hefur enga stjórn á hverjum þú verður ástfanginn af. Ég verð ekki ástfanginn auðveldlega. Ég get ekki látið nokkra aðila stjórna því. Ég hef verið kvæntur þrisvar sinnum og þetta verður í síðasta sinn, ég veit það. Mér líður eins og ég sé með alvörulífsfélaga.“

https://www.mbl.is/folk/frettir/2019/10/21/unnusta_dennis_quaid_39_arum_yngri/

Quaid hefur verið kvæntur þrisvar sinnum. Frægasta fyrrverandi eiginkona hans er líklega Meg Ryan en með henni á Quaid 27 ára son. Sonurinn er sem sagt einu ári eldri en unnustan.

Stundum geta leikarar speglað sig í kvikmyndum sem þeir leika í en svo vill til að Quaid lék föður 11 ára tvíbura í hinni stórgóðu fjölskyldumynd The Parent Trap. Í myndinni var stjúpmóðir tvíburanna 26 ára gömul konaQuaid er nú ekki bara trúlofaður 26 ára gamalli konu heldur á hann einnig 11 ára gamla tvíbura með fyrrverandi eiginkonu sinni, Kimberly Buffington. Vonandi bara að tvíburar hans séu betri við stjúpmóður sína en tvíburarnir í myndinni. 

Leikarinn segist ætla að ganga í hjónaband með unnustu sinni innan árs. Ætla þau að ganga í hjónaband á vínekrunni sem The Parent Trap var tekin upp á. „Ég hafði ekki komið þangað síðan 1996. Svo við fórum þangað og þau buðu okkur að ganga í hjónaband þar,“ sagði leikarinn. 

 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að öllu jöfnu varkár í peningamálunum en í dag er hætt við að þú fallir í einhvers konar freistni. Mundu bara að sönn leit beinist inn á við að manns innri manni.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að öllu jöfnu varkár í peningamálunum en í dag er hætt við að þú fallir í einhvers konar freistni. Mundu bara að sönn leit beinist inn á við að manns innri manni.