Unnusta Dennis Quaid 39 árum yngri

Leikarinn Dennis Quaid er 65 ára.
Leikarinn Dennis Quaid er 65 ára. AFP

Leikarinn Dennis Quaid er sagður trúlofaður kærustu sinni, Lauru Savoie. Þessu greinir Us Weekly frá auk þess sem TMZ birti mynd af parinu þar sem Savoie er með hringinn. Á Quaid að hafa farið á skeljarnar í fríi á Havaí. 

Fyrst heyrðist af sambandi Quaid og Savoie í sumar en töluverður aldursmunur er á leikaranum og háskólanemanum. Hollywood-leikarinn Quaid varð 65 ára í apríl. Savoie hins vegar er sögð 26 ára og því 39 árum yngri en unnusti hennar. Savoie er sögð hafa birt myndir á lokuðu Instagram-síðu sinni af sér og fræga kærastanum. 

Quaid á þrjú hjónabönd að baki en síðasti skilnaður hans gekk í gegn í fyrra. Quaid var kvæntur leikkonunni P.J. Soles frá árinu 1978 til 1983. Hann var svo í kvæntur Meg Ryan í tíu ár frá árinu 1991. Árið 2004 kvæntist hann fasteignasalanum Kimberly Buffington en eins og fyrr sagði gekk skilnaður þeirra í gegn árið 2018. Quaid virðist greinilega líða best í hjónabandi og virðist allt stefna í fjórða hjónabandið. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er alltaf gaman að geta komið öðrum á óvart, láttu það eftir þér. Vertu óhrædd/ur við að koma hugmyndum þínum á framfæri í vinnunni.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er alltaf gaman að geta komið öðrum á óvart, láttu það eftir þér. Vertu óhrædd/ur við að koma hugmyndum þínum á framfæri í vinnunni.