Forsala hafin á Jim Gaffigan

Jim Gaffigan heldur uppistand í Hörpu 7. maí.
Jim Gaffigan heldur uppistand í Hörpu 7. maí. AFP

Forsala á uppistand leikarans Jim Gaffigan hófst klukkan 10 í morgun. Gaffigan kemur til Íslands 7. maí næstkomandi og heldur uppistand í Hörpu.

Gaffigan er heimsþekkt andlit í grínsenunni og hefur reglulega komið fram í svokölluðum "late night"-þáttum á borð The Late Show with Stephen Colbert, Late Night with Seth Meyers og Jimmy Kimmel Live. Hann hefur gert þrjá grínsérþætti

Grínstíllinn hans er sérstakur þar sem hann veltir upp athugunum og staðreyndum um líf sitt sem föður, leti, mat og hið daglega líf, sem hann túlkar á sprenghlægilegan og frumlegan hátt. Jim fékk þann heiður að vera með fyrsta grínsérþátt frá Amazon en Quality Time-þátturinn kom út í ágúst 2019 og er núna með 100% á Rotten Tomatoes en allir þættirnir hafa hlotið Grammy-tilnefningu; Mr. Universe, Obsessed og Cinco.

Takmarkað magn miða er í forsölu. Almenn sala miða hefst svo á morgun klukkan 12. Miðasala fer fram á Tix.is.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ákaflega gefandi að rétta öðrum hjálparhönd. Láttu það eftir þér að fara í ferðalag eða gera eitthvað fyrir sjálfan þig.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ákaflega gefandi að rétta öðrum hjálparhönd. Láttu það eftir þér að fara í ferðalag eða gera eitthvað fyrir sjálfan þig.