Daniel Craig á útopnu í nýrri James Bond-stiklu

Daniel Craig leikur James Bond í sjötta sinn í nýjustu …
Daniel Craig leikur James Bond í sjötta sinn í nýjustu myndinni um njósnara hennar hátignar sem frumsýnd verður í apríl. AFP

Hasar, hraðskreiðir bílar, skotbardagar, smóking og spenna. Allt þetta og meira til má finna í glænýrri stiklu Bond-myndarinnar No Time to Die. 

Myndin verður frumsýnd í apríl og fer Daniel Craig með hlutverk njósnara hennar hátignar í sjötta og síðsta sinn. Blaðamaður Guardian segir eftirvæntingu eftir myndinni ekki mikla, þar sem síðasta Bond-myndin, Spectre, hafi verið „ákaflega leiðinleg“, auk þess sem yfirlýsingar Craigs um að hann hafi ekki langað að leika Bond hafi einnig áhrif. 

Leikkonan Lashana Lynch fer með hlutverk 007 þar sem Bond er sestur í helgan stein en það breytist fljótlega þegar Bond er kallaður út í sérstakt verkefni. Auk Craigs og Lynch fara Rami Malek, Ralph Fiennes, Christopher Waltz, Ana de Armas og Naomie Harris með hlutverk í myndinni, sem er 25. Bond-myndin frá upphafi.

Cary Joji Fukunaga leikstýrir en upphaflega átti Danny Boyle að leikstýra. Hann hætti við  vegna ágrein­ings og því verður myndin frumsýnd í apríl á næsta ári en til stóð að frumsýna No Time to Die í haust. mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vertu viðbúin/nn því að þurfa að verja mál þitt. Þú þarft að stappa stálinu í unglinginn. Þú færð launahækkun.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vertu viðbúin/nn því að þurfa að verja mál þitt. Þú þarft að stappa stálinu í unglinginn. Þú færð launahækkun.