Breska söngkonan Katherine Jenkins rænd

Breska söngkonan Katherine Jenkins.
Breska söngkonan Katherine Jenkins. AFP

Fimmtán ára gömul stúlka hefur verið ákærð í Bretlandi í kjölfar þess að söngkonan Katherine Jenkins var rænd í London, höfuðborg landsins, á miðvikudaginn.

Fram kemur á fréttavef breska ríkisútvarpsins BBC að Jenkins hafi verið á leið á æfingu í Chelsea-hverfinu þegar hún hafi orðið vitni að því þegar reynt var að ræna aldraða konu. Þegar Jenkins reyndi að koma konunni til hjálpar var hún rænd líka.

Haft er eftir lögreglunni að 15 ára stúlka hafi verið ákærð fyrir rán og að veitast að lögreglunni og muni mæta fyrir dóm 6. janúar. Önnur 15 ára stúlka var upphaflega handtekin vegna málsins en var síðan látin laus.

Ljósmynd/Wikipedia.org
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ekki við aðra að sakast, þótt allt virðist ganga á afturfótunum. Sýndu fólki léttari hlið á þér. Hugsaðu áður en þú talar.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ekki við aðra að sakast, þótt allt virðist ganga á afturfótunum. Sýndu fólki léttari hlið á þér. Hugsaðu áður en þú talar.