Vildi ekki að fólk liti á sig sem sjúkling

Emilia Clarke vildi ekki að fólk liti á sig sem …
Emilia Clarke vildi ekki að fólk liti á sig sem sjúkling. AFP

Leikkonan Emilia Clarke segir ástæðuna fyrir því að hún greindi ekki frá heilsukvillum sínum þegar hún var sem veikust hafa verið að hún vildi ekki að fólk liti á sig sem sjúkling. 

Clarke fékk tvo slagæðagúlpa á tveimur árum, árin 2011 og 2013. Í bæði skiptin fór hún í stórar skurðaðgerðir. Hún greindi ekki frá veikindum sínum opinberlega meðan á þeim stóð. Þá fór hún með aðalhlutverk í Game of Thrones og náði heilsu til þess að leika á milli slagæðagúlpanna. 

Hún fer nú með aðalhlutverk í jólakvikmyndinni Last Christmas. Í viðtali við The Observer segir hún að eftir svo alvarlega heilsubresti sé auðvelt að halda að hún sé að deyja þegar hún sé ofþreytt eða með flensu. 

Clarke segist nú vera komin á þá skoðun að slagæðagúlparnir hafi verið góðir fyrir ferilinn hennar. „Af því að ég átti aldrei að verða „ungi leikarinn sem fer út af sporinu“-týpan og alltaf í slúðurblöðunum. Og að hafa fengið slagæðagúlp á nákvæmlega sama tíma og ferill minn hófst hefur gefið mér sjónarhorn á lífið sem ég hefði annars ekki fengið,“ sagði Clarke.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leitaðu nýrra leiða til þess að auðga líf þitt og bæta. Einhver þér eldri getur miðlað þér af reynslu sinni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
3
Kolbrún Valbergsdóttir
4
Sigríður Dúa Goldsworthy
5
Arnaldur Indriðason
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leitaðu nýrra leiða til þess að auðga líf þitt og bæta. Einhver þér eldri getur miðlað þér af reynslu sinni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
3
Kolbrún Valbergsdóttir
4
Sigríður Dúa Goldsworthy
5
Arnaldur Indriðason