Aðdáendur Star Wars gista fyrir utan bíóið

Aðdáendur Star Wars fyrir utan Chinese Theatre.
Aðdáendur Star Wars fyrir utan Chinese Theatre. AFP

Dyggir aðdáendur Star Wars voru mættir með svefnpoka fyrir utan Chinese Theatre í Hollywood viku áður en nýjasta kvikmyndin í seríunni vinsælu verður forsýnd.

Um tuttugu aðdáendur, þar á meðal frá Bretlandi og Japan, mættu fyrir utan kvikmyndahúsið í gær, sjö dögum áður en The Rise of Skywalker verður tekin til sýninga.

Skipuleggjendur búast við því að fjöldinn fyrir utan bíóið eigi eftir að hækka upp í 150 á næstu dögum.

AFP

„Þegar Star Wars mætir verður maður að gera hlé á öllu öðru – þetta er eins og að eignast barn,“ sagði ofur-aðdáandinn Nicolas Johnson, sem beið fyrir utan ásamt hundinum sínum Cookie.

„Ég er heppin að geta unnið á sama tíma og ég bíð í röðinni,“ bætti Shing Hwong við. Hún er 39 ára lögmaður sem býr skammt frá San Francisco og hafði fartölvuna sína meðferðis.

AFP

Hópurinn drepur tímann með því að spila borðspil, leika sér með Legó og nota skjávarpa til að horfa á gamlar kvikmyndir og nýjustu sjónvarpsþættina í Star Wars-seríunni The Mandolarian.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur mun meiri áhrif á umhverfi þitt en þú sjálfur heldur. Gættu þess að þú fáir þá viðurkenningu sem þú átt skilið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur mun meiri áhrif á umhverfi þitt en þú sjálfur heldur. Gættu þess að þú fáir þá viðurkenningu sem þú átt skilið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav