Keanu-dagurinn 21. maí 2021

Kanadíski leikarinn Keanu Reeves í nóvember síðastliðnum.
Kanadíski leikarinn Keanu Reeves í nóvember síðastliðnum. AFP

Aðdáendur leikarans Keanu Reeves kalla núna hinn 21. maí árið 2021 Keanu-daginn. Ástæðan er sú að tvær væntanlegar framhaldsmyndir með honum, Matrix og John Wick, koma í bíó sama dag í Bandaríkjunum.

Svo virðist sem um tilviljun sé að ræða því kvikmyndaverið Warner Bros dreifir The Matrix 4 en keppinauturinn Lionsgate stendur á bak við John Wick: Chapter 4.

Mögulega eiga dagsetningarnar eftir að breytast en þangað til eiga aðdáendur leikarans vafalítið eftir að halda áfram að tala um Keanu-daginn.

„21. maí ætti að vera Keanu Reeves-frídagurinn,“ tísti Meagan Navarro.

„Við ættum að hafa 21. maí Keanu-daginn framvegis,“ bætti @WeWatchedAMovie við.

Vinsældir kanadíska leikarans, sem er 55 ára, hafa aukist undanfarin ár og hefur verið talað um „Keanuaissance“ í því samhengi.

Tölvuleikjaspilarar dýrka hann vegna talsetningar hans í leikjum á borð við Cyberpunk 2077, auk þess sem menn hrífast af því hversu jarðbundinn hann er og virðist hafna hefðbundnum yfirborðskenndum Hollywood-lífsstíl.

Reeves vakti mikla at­hygli þegar hann mætti með konu upp á arm­inn á op­in­ber­an viðburð í Los Ang­eles á dögunum. Kon­an heit­ir Al­ex­andra Grant og er lista­kona sem er nokkr­um árum yngri en Hollywood-leik­ar­inn.

Keanu Reeves og Alexandra Grant.
Keanu Reeves og Alexandra Grant. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes