Leið skelfilega í dansatriðinu í Love Actually

Hugh Grant langaði ekki að gleyma sér í taumlausum dansi …
Hugh Grant langaði ekki að gleyma sér í taumlausum dansi í Love Actually. Það gerði hann nú samt. AFP

Það sést kannski ekki en leikaranum Hugh Grant leið skelfilega þegar hann tók upp dansatriðið fræga í jólamyndinni vinsælu Love Actually. 

Grant segir í væntanlegri heimildarmynd um hann að sér hafi fundist atriðið neyðarlegt og náð að fresta tökum á því fram á síðasta tökudag kvikmyndarinnar. 

Grant fór með hlutverk nýkjörins forsætisráðherra í myndinni og í einu eftirminnilegu atriði dansar hann um bústað forsætisráðherrans við Downingstræti 10.

Honum fannst sömuleiðis hræðileg tilhugsun að æfa atriðið og komst lengi hjá því. „Ég hlakkaði ekki til að taka það upp og leikstjórinn, Richard Curtis, sagði reglulega eftir því sem vikurnar liðu: „Heldurðu ekki að við ættum að æfa dansatriðið?“ og ég sagði alltaf: „Ójá, alveg rétt, en ég þarf að læra línur og mér er illt í ökklanum í dag,““ sagði Grant í heimildarmyndinni. 

Hann segir að tökudagurinn hafi verið hryllingur, eins og hann bjóst við. „Ímyndaðu þér að þú sért fúll fertugur Breti. Klukkan er sjö um morgun og þú ert bláedrú. Þá ertu beðinn að fríka algjörlega út.“

Mótleikari hans, Colin Firth, sagði einnig í kvikmyndinni að hann minntist þess að Grant hefði gert mikið mál úr atriðinu. „Það gladdi þó alla og ég held að þetta sé uppáhaldsatriði margra í myndinni,“ sagði Firth. 




mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson