Segir Eminem hafa farið yfir strikið

Eminem hefur verið harðlega gagnrýndur.
Eminem hefur verið harðlega gagnrýndur. AFP

Liam Fray, liðsmaður hljómsveitarinnar The Courteeners telur að rapparinn Eminem hafi farið yfir strikið þegar hann vísaði til hryðjuverkaárásanna í Manchester í nýju lagi sínu. 

Eminem, eða Marshall Mathers, var harðlega gagnrýndur af mörgum í lok síðustu viku fyrir textann í laginu. Borgarstjóri Manchester-borgar, Andy Burnham, sagði versið vera óþarfa særindi. 

Lagið sem um ræðir er lagið Unaccommodating á plötunni Music To Be Murdered By sem kom út á föstudag. Á mánudag var platan komin á topplista í Bandaríkjunum og Bretlandi. 

Línurnar sem vísa til hryðjuverkaárásanna eru:

„I’m contemplating yelling ‘bombs away’ on the game

like I’m outside of an Ariana Grande concert waiting“

Hljómsveit Fray er þó enn fyrir ofan Eminem á breska listanum Official Charts. „Það er eins og hann sé gamall grínisti sem kemst ekki í sjónvarpið lengur og segir ekkert nema eitthvað svívirðilegt,“ segir Fray í viðtali við BBC

„Hann er að reyna að vera eins svívirðilegur og hann getur, mögulega af því að hann á engar hugmyndir eftir, það er það sem það er. Hann er bara að reyna að koma fólki á óvart,“ segir Fray.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson