Brotnaði niður á sviðinu

Demi Lovato á sviðinu í gær.
Demi Lovato á sviðinu í gær. AFP

Tónlistarkonan Demi Lovato brotnaði niður á sviðinu á Grammy-verðlaunahátíðinni í Los Angeles í gærkvöldi. Þetta var í fyrsta skipti í meira en eitt og hálft ár sem Lovato kemur fram en hún var hætt komin eftir ofskömmtun sumarið 2018. 

Lovato byrjaði að syngja lag sitt Anyone, sem hún samdi fjórum dögum áður en hún var flutt á spítala vegna ofskömmtunar, en brotnaði niður eftir nokkrar línur. Hún harkaði þó af sér, byrjaði upp á nýtt og uppskar mikið lófatak að loknum flutningi. 

Lovato hefur verið opinská um fíkn sína en hún hafði verið edrú í sex ár áður en hún féll sumarið 2018. Hún segist ekki hafa áttað sig á því þegar hún samdi lagið Anyone, nokkrum dögum áður en hún tók of stóran skammt, að það hafi í raun verið ákall á hjálp. Því sé það sérstakt fyrir hana að syngja lagið núna þegar hún er edrú og hefur fengið hjálp.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes