Hávær mótmæli við bókakynningu Simpson

Mótmæli hafa brotist út á bókakynningu Simpson, það er þó …
Mótmæli hafa brotist út á bókakynningu Simpson, það er þó ekki bók hennar sem er mótmælt. AFP

Mikil mótmæli hafa verið við bókakynningu tónlistarkonunnar Jessicu Simpson síðastliðna daga. Simpson kynnir nú nýja sjálfsævisögu sína Open Book en mótmælin beinast þó ekki að bókarútgáfunni heldur gegn pelsum. 

Simpson hefur klæðst pelsum gerðum úr feldi dýra í gegnum tíðina en óljóst er hvort hún gerir það enn í dag. Fjölmiðlar vestanhafs segja það því vera óljóst af hverju Simpson hefur verið skotmark þeirra sem berjast gegn því að dýr séu notuð við gerð pelsa.

Á mánudag var Simpson í viðtali hjá Katherine Schwarzenegger í Los Angeles þegar mótmælendur stóðu upp úr áhorfendasalnum með skilti og sungu söngva sína gegn því að fólk klæðist loðfeldi dýra.

Í bæði New York-borg og Los Angeles hafa mótmælendur truflað bókakkynningu hennar. Heimildir TMZ herma að öryggisgæsla á næstu bókakynningum hennar verði hert. Öryggisverðir munu koma til með að leita á öllum sem koma á viðburðina. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson