Með grillið inni í stofu

Líf Magneu setti grillið inn í stofu í óveðrinu.
Líf Magneu setti grillið inn í stofu í óveðrinu. Skjáskot/Twitter

Borgarfulltrúinn Líf Magneudóttir fer að öllu með gát í óveðrinu sem nú gengur yfir landið. Líf birti mynd á Twitter þar sem hún hefur komið grillinu sínu fyrir inni í stofu. 

Líf spyr hvort fleiri hafi ekki átt annarra kosta völ en að setja grillið inn í stofu. Varaborgarfulltrúinn Elín Oddný Sigurðardóttir birti mynd af sínu grilli en það er inni í svefnherbergi en ástæðan er sú að svalahúsgögnin séu í stofunni. 

Fjölmiðlamaðurinn Henry Birgir Gunnarsson virðist ekki hafa þurft að hafa áhyggjur af sínu grilli en hann fór með það á ruslahaugana í gær og birti mynd þess efnis á Twitter sömuleiðis. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Finndu leið til að koma hugmyndum þínum á framfæri þannig að enginn misskilningur standi þeim í vegi. Dropinn holar bergið og einn góðan veðurdag fjölgar áhangendunum.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Finndu leið til að koma hugmyndum þínum á framfæri þannig að enginn misskilningur standi þeim í vegi. Dropinn holar bergið og einn góðan veðurdag fjölgar áhangendunum.