Guðjón hlaut myndlistarverðlaunin

Guðjón Ketilsson á sýningu sinni Teikn í Listasafni Reykjanesbæjar í …
Guðjón Ketilsson á sýningu sinni Teikn í Listasafni Reykjanesbæjar í fyrra. mbl.is/Einar Falur Ingólfsson

Guðjón Ketilsson hlaut í kvöld Íslensku myndlistarverðlaunin árið 2020 fyrir sýningu sína Teikn sem haldin var í fyrra í Listasafni Reykjanesbæjar. „Sýningin var samsett úr átta verkum sem tengdust með markvissri framsetningu í sýningarrýminu og fjölluðu öll með einum eða öðrum hætti um tákn, táknmerkingu og „lestur“, í víðum skilningi,“ segir m.a. um Teikn í kynningartexta.

„Ég er himinlifandi, það er auðvitað alltaf dálítið skrítið að verðlauna fyrir listir en mér finnst bara frábært að beint sé kastljósi að myndlistinni. Það er svo mikið að gerast í myndlist í dag þannig að það eitt og sér er frábært. Ég var mjög sáttur við að vera tilnefndur með þessu frábæra listafólki en að fá verðlaunin er bara æðislegt,“ sagði Guðjón blaðamanni þegar hann var spurður að því hvernig honum þætti að hljóta verðlaunin í ár.

Teikningar og þrívíð verk 


Guðjón er með þekktari og virtari myndlistarmönnum landsins, hefur haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í samsýningum hér á landi og erlendis. Hefur hann unnið jöfnum höndum að teikningum og þrívíðum verkum líkt og hann gerir á verðlaunasýningunni og eru verk hans „alla jafna í senn mikil völundarsmíð og hugleiðingar um tilvist mannsins“, eins og bent er á í fyrrnefndum texta og mörg verka Guðjóns byggi á allra handa vísbendingum, táknum og tilvitnunum sem áhorfandinn skynji og skilji og sjá megi með áhrifaríkum hætti á sýningunni Teikn.

Kynningarmynd af Claire Paugam.
Kynningarmynd af Claire Paugam.

Paugam hlaut hvatningarverðlaun 


Hvatningarverðlaun voru einnig veitt og hlaut þau franska listakonan Claire Paugam fyrir „metnaðarfullt og kröftugt framlag til myndlistar á árinu“, eins og það er orðað í kynningartexta. Að mati dómnefndar hefur Paugam skýra og áhugaverða listræna sýn og er gjöfull og kröftugur þátttakandi í listinni. Í dómnefnd sátu Helgi Þorgils Friðjónsson (formaður) og Anna Júlía Friðbjörnsdóttir, Einar Falur Ingólfsson, Kristín Dagmar Jóhannesdóttir og Jóhannes Dagsson. 


Claire Paugam hefur verið búsett hér á landi um árabil en hún lauk myndlistarnámi við Beaux-Arts de Nantes Métropole árið 2014 og meistaranámi við Listaháskóla Íslands 2016. Hún hefur verið afar virk í myndlist bæði á Íslandi og í Frakklandi og fæst að jöfnu við myndlist og önnur fjölbreytt verkefni á sviði sýningarstjórnunar, sviðshönnunar, gerð tónlistarmyndbanda, ljóða og textaverka.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Vandamálin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjá þau nema þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Vandamálin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjá þau nema þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes