Laug til um Íslandsferðina hjá Ellen DeGeneres

Saga Pratt virðist ekki vera sönn.
Saga Pratt virðist ekki vera sönn. AFP

Bandaríski leikarinn Chris Pratt sagði í viðtali hjá Ellen DeGeneres ótrúlega sögu af nýlegri Íslandsferð sinni. Pratt var hér á landi í nóvember síðastliðnum við tökur á kvikmyndinni The Tomorrow War. 

Tökur fóru meðal annars fram í Jöklaseli við Skálafellsjökul og sýndi Pratt mikið frá ferðinni á Instagram-reikningi sínum. Í sögu sinni hjá Ellen segir hann að rétt áður en þau hafi komið upp á jökulinn hafi par fundist ofan í djúpri sprungu á jöklinum. Hann segir parið hafa horfið fyrir rúmlega 80 árum og ekki fundist fyrr en nú.

Ellen var uppnumin af sögu Pratt og sagði hana vera klikkaða.

Að því er fram kemur í frétt Vísis af málinu virðist þessi saga uppspuni. Lögreglan á Suðurlandi kannast ekki við þetta mál og staðfestir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, að ekki hafi mál af þessu tagi komið upp á borð lögreglunnar í umdæminu á þeim tíma sem Pratt dvaldi á landinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Vandamálin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjá þau nema þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Vandamálin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjá þau nema þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes