Biðst afsökunar á að hafa kallað stjörnur ljótar

Amanda Bynes í dag.
Amanda Bynes í dag. Skjáskot/Instagram

Leikkonan Amanda Bynes biðst nú afsökunar á því að hafa kallað aðrar stjörnur ljótar. Hún segist hafa upplifað sig svo ljóta á þeim tíma og verið í mikilli neyslu. 

Í myndbandi á Instagram-síðu sinni sýndi Bynes nýjan unnusta sinn og greindi frá því að hún væri búin að vera án áfengis og fíkniefna í meira en ár. 

„Mig langaði bara að birta myndband til að biðjast afsökunar til allra sem ég kallaði ljóta á Twitter. Mér leið mjög ljótri á þeim tíma og það var mjög erfitt fyrir mig að tjá mig þá því ég var svo uppdópuð en núna er ég búin að vera edrú í meira en ár,“ sagði Bynes og bætti við að Paul, nýi unnusti hennar, væri líka búinn að vera edrú í meira en ár. 

Bynes komst í fjölmiðla eftir að hún hraunaði yfir fjölda stjarna á Twitter, þar á meðal Rihönnu, Chrissy Teigen, Jay-Z, Drake, Ru Paul og Obama-hjónin. 

„Mig langaði bara að láta ykkur vita að ég elska ykkur og ég er svo hamingjusöm. Mér líður eins og ég sé búin að eignast það sem er mitt og það er Paul,“ sagði Bynes. 

Bynes greindi frá því á sama miðli að þau Paul væru trúlofuð í síðustu viku.

View this post on Instagram

A post shared by Amanda Bynes (@amandabynesreal) on Feb 20, 2020 at 7:29pm PST

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Deildu því sem þú veist og hvettu þá sem vanir eru að liggja á sínu, til þess að slaka aðeins á. Ekki láta þetta á þig fá því það gengur á ýmsu í öllum lífsins ævintýrum.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Deildu því sem þú veist og hvettu þá sem vanir eru að liggja á sínu, til þess að slaka aðeins á. Ekki láta þetta á þig fá því það gengur á ýmsu í öllum lífsins ævintýrum.