Neyddist til að fljúga í einkaþotu vegna kórónuveirunnar

Gal Gadot.
Gal Gadot. AFP

Leikkonan Gal Gadot neyddist á dögunum til að fljúga í einkaþotu að ósk Netflix, en hún er nú í tökum fyrir kvikmyndina Red Notice. Hún hefur áður talað gegn einkaþotum og sagst ekki ætla fljúga með þeim af umhverfisástæðum. Henni var hins vegar gert að fljúga í einkaþotu til að forðast kórónuveirusmit.

Mótleikarar hennar í kvikmyndinni, Ryan Reynolds og Dwayne Johnson, hafa einnig flogið í einkaþotum síðustu vikur til að forðast kórónuveirusmit.

Spurn eftir einkaþotum hefur aukist um 300 prósent á síðustu vikum hjá verðbréfafyrirtækinu Paramount Business Jets. Fyrirtækið hefur aðgang að yfir 15 þúsund einkaþotum. 

„Við höfum séð 300 prósent aukningu. Það hefur fullt af fólki sent fyrirspurnir um einkaþotu, jafnvel fólk sem hefur ekki alveg efni á því,“ sagði Richard Zaher frá Paramount Business Jets í viðtali við TMZ.

„Við höfum klárlega fengið aukinn fjölda viðskiptavina. Fyrirspurnir um einkaþotur hafa aukist á síðstu tveimur vikum vegna kórónuveirunnar og ekki bara frá fastakúnnum okkar heldur líka frá fólki sem á ekki mikið af peningum og flýgur vanalega ekki með einkaþotum,“ sagði Kyle Jones, ráðgjafi hjá Stratos Jet Charters.

Starfsfólk Paramount Business Jets sem flýgur einkaþotum til og frá skilgreindum áhættusvæðum þarf að fara í sóttkví þegar það lendir í Bandaríkjunum. Þrátt fyrir það hefur umfangið aukist en starfsfólkið fær rausnarlega greitt fyrir að fara í þessar ferðir.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson