Corden elskar Daða-dansinn

James Corden elskar Daða-dansinn.
James Corden elskar Daða-dansinn. Samsett mynd

Þriðjungur heimsbyggðarinnar er í sóttkví, sjálfskipaðri sóttkví, einangrun eða hreinlega vill ekki fara út úr húsi að óþörfu. Það er misjafnt hvað fólk tekur sér fyrir hendur, sumir liggja yfir Netflix, aðrir baka eins og vindurinn og enn aðrir dansa og taka upp skemmtileg myndbönd.

Þessir sambýlingar í Bandaríkjunum tóku sig til í gær og gerðu einstaklega skemmtilegt myndband af sér dansa við eurovision-framlag okkar Íslendinga, Think About Things með Daða Frey og Gagnamagninu.

Myndbandið hefur fengið þónokkra athygli á Twitter, og skrifar Daði sjálfur að þetta sé nýja uppáhaldsmyndbandið hans. Spjallþáttastjórnandinn vinsæli James Corden endurtísti myndbandinu og skrifaði að hann elskaði þetta. mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er aldrei að vita hvenær gamlir vinir birtast á ný og engin ástæða til þess að láta það slá sig út af laginu. Slík reynsla kennir þér margt um manninn og er leið til aukins þroska.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er aldrei að vita hvenær gamlir vinir birtast á ný og engin ástæða til þess að láta það slá sig út af laginu. Slík reynsla kennir þér margt um manninn og er leið til aukins þroska.