Höfundur I Love Rock´N´Roll látinn

Alan Merrill árið 2013 .
Alan Merrill árið 2013 . Ljósmynd/Wikipedia.org/Vanwalker

Upphaflegur söngvari og annar af höfundum lagsins I Love Rock´N´Roll, Alan Merrill, lést í gær eftir að hafa smitast af kórónuveirunni. Dóttir hans Laura greindi frá andláti hans og sagði að Merrill, sem var 69 ára, hafi verið nægilega hraustur til að koma fram á tónleikum fyrir nokkrum vikum síðan.

„Hann gerði lítið úr kvefinu sem hann hélt að hann hefði,“ skrifaði hún og hvatti aðrar fjölskyldur til að vera á varðbergi gagnvart veirunni. „Þú heldur að þetta komi ekki fyrir þig eða þína sterku fjölskyldu. Það gerði það samt,“ skrifaði hún. „Haldið ykkur heima, ef ekki fyrir ykkur þá fyrir aðra. Fyrir pabba minn. Þessi veira er raunveruleg ógn.“

I Love Rock ´N´Roll sló í gegn árið 1982 í flutningi Joan Jett og hefur síðan þá verið sungið af flytjendum allt frá Britney Spears til Weird Al Yankovic. Á síðasta ári varð grínútgáfa lagsins, I Love Sausage Roll, vinsælasta jólasmáskífan í Bretlandi og rann allur ágóði til góðgerðarmála, að því er BBC greindi frá.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fyrstu kynni fela oft í sér margvíslegar vísbendingar. Treystu á hæfileika þína og vertu óhræddur að breyta til.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnar Jónasson
2
Harry Whittaker og Lucinda Riley
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Jojo Moyes
5
Moa Herngren
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fyrstu kynni fela oft í sér margvíslegar vísbendingar. Treystu á hæfileika þína og vertu óhræddur að breyta til.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnar Jónasson
2
Harry Whittaker og Lucinda Riley
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Jojo Moyes
5
Moa Herngren