Sérstakur Eurovison-þáttur í stað keppni

Lög keppninnar verða heiðruð í sérstökum þætti 16. maí.
Lög keppninnar verða heiðruð í sérstökum þætti 16. maí. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Eurovision-söngvakeppninni hefur verið aflýst en það þýðir þó ekki að aðdáendur keppninnar muni ekki fá neitt fyrir sinn snúð. Stjórn keppninnar tilkynnti í dag að framleiddur yrði þáttur, Eurovision: Europe Shine A Light, sem fer í loftið hinn 16. maí næstkomandi. 

Tilgangurinn með þættinum er að heiðra öll lögin, 41 að tölu, sem hefðu annars keppt í keppninni. Skemmtilegum uppákomum er lofað í þættinum en um hann sjá hollensku kynnarnir Chantal Janzen, Edsilia Rombley og Jan Smith. 

Þátturinn mun einnig sameina alla þá keppendur sem áttu að keppa í keppninni ár en munu þeir þó dvelja heima hjá sér og ekki mæta í persónu í settið. Vel þekkt eurovisionandlit frá síðustu árum verða einnig gestir í þættinum og gömul og góð lög rifjuð upp. 

Þátturinn fer í loftið klukkan 19 að íslenskum tíma og gert er ráð fyrir að hann verði tveggja klukkustunda langur. Nánari upplýsingar um gesti og dagskrá koma þegar nær dregur. Sjónvarpsstöðvar í Evrópu munu sýna þættina en þó er ekki búið að staðfesta hvaða stöðvar það verða. Þættinum verður hins vegar einnig streymt beint á youtubesíðu Eurovison.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes