Honor Blackman sem lék Pussy Galore er látin

Honor Blackman í Goldfinger.
Honor Blackman í Goldfinger. Ljósmynd/IMdB

Honor Blackman, sem er þekktust fyrir að hafa leikið Bond-stúlkuna Pussy Galore í Goldfinger, er látin, 94 ára gömul. Leikkonan, sem sló í gegn á sjöunda áratugnum sem Cathy Gale í The Avengers og átti leikferil sem spannaði átta áratugi, lést af náttúrulegum orsökum ótengdum kórónuveirunni.

Fjölskylda Blackman sagði hana „dáða móður og ömmu“ sem hafði yfir að ráða „ótrúlegri blöndu af fegurð, gáfum og líkamlegu atgervi“.

„Það er með sorg í hjarta sem við tilkynnum dauða Honor Blackman, 94 ára að aldri. Hún lést á friðsamlegan hátt af náttúrulegum orsökum á heimili sínu í Lewes, Sussex, umkringd fjölskyldunni sinni. Hún var elskuð afar mikið og verður sárt saknað af börnum hennar Barnaby og Lottie og barnabörnunum Daisy, Oscar, Olive og Toby,“ sagði í yfirlýsingu fjölskyldunnar sem var send til The Guardian.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vertu ekkert að eyða tímanum í eftirsókn eftir vindi. Hlustaðu með líkama og sál, svo þú getir skilið, haft samúð og læknað.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vertu ekkert að eyða tímanum í eftirsókn eftir vindi. Hlustaðu með líkama og sál, svo þú getir skilið, haft samúð og læknað.