Þetta er þáttaröðin sem þú mátt ekki missa af

Finnska sakamálaþáttaröðin Cold Courage kemur í heild sinni í Sjónvarp Símans Premium í dag en þættirnir eru byggðir á samnefndri metsölubók eftir finnska höfundinn Pekka Hiltunen. Í þáttunum er fylgst með tveimur ungum norrænum konum í London sem óhjákvæmilega ganga til liðs við hóp sem kallar sig The Studio, en markmið hópsins er að framfylgja réttlæti umfram það sem réttarkerfið gerir ráð fyrir.

Það er reynsluboltinn Agneta Fagerström Olsson sem leikstýrir þáttunum og með aðalhlutverk fara John Simm (Doctor Who), Pihla Viitala (Deadwind), Sofia Pekkari (Arne Dahl), Arsher Ali (The Missing) og Antti Reini (Deadwind).

Luminoir framleiðir þættina en íslenska framleiðslufyrirtækið Sagafilm er meðframleiðandi þáttaraðarinnar ásamt Vico Film á Írlandi og Potemkino í Belgíu. Lionsgate dreifir þáttaröðinni á heimsvísu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson