Daði sigraði í Svíþjóð

Daða og Gagnamagninu hefur verið boðið að koma fram á …
Daða og Gagnamagninu hefur verið boðið að koma fram á aðalkvöldi Melodifestivalen, undankeppni Svía fyrir Eurovision, á næsta ári. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Uppfært klukkan 08:23 15. maí 2020:

Greint var frá því í útsendingu RÚV að Daði hafi fengið milljón atkvæði í Eurovision-keppni sænska ríkissjónvarpsins. Það er ekki rétt. 1.462.000 atkvæði voru greidd í keppninni í heild sinni en ekki hefur verið greint frá því hversu mörg atkvæði Daði og Gagnamagnið hlutu, þó þau hafi farið með sigur af hólmi. 

Daði og Gagnamagnið fengu einnig 12 stig frá dómnefndinni sænsku.

Lag Daða og Gagnamagnsins, Think About Things, sem vera átti framlag Íslands í Eurovision þetta árið, vann litlu Eurovision-keppni sænska ríkissjónvarpsins.

Frá þessu var greint í þættinum Okkar 12 stig á RÚV rétt í þessu, þar sem Íslendingar geta valið sitt uppáhalds Eurovision-lag þetta árið.

Daði og Gagnamagnið fengu milljón atkvæði frá Svíum í kvöld og hefur þeim verið boðið að koma fram á aðalkvöldi Melodifestivalen, undankeppni Svía fyrir Eurovision, á næsta ári.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur mun meiri áhrif á umhverfi þitt en þú sjálfur heldur. Gættu þess að þú fáir þá viðurkenningu sem þú átt skilið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur mun meiri áhrif á umhverfi þitt en þú sjálfur heldur. Gættu þess að þú fáir þá viðurkenningu sem þú átt skilið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav