„Salurinn nötraði“

Hatari á sviðinu í Tel Aviv fyrir ári síðan.
Hatari á sviðinu í Tel Aviv fyrir ári síðan. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þúsundir öskruðu gjörsamlega æf af reiði þannig að salurinn nötraði. Það var ekki laust við að fólk óttaðist um líf sitt. Á sama tíma sendu þúsundir stuðningsyfirlýsingar, þakkarorð og fallega og einlæga hvatningu í gegnum samfélagsmiðla. Þetta var fyrir nákvæmlega ári.“ Þannig hefst Facebook-færsla Matthíasar Tryggva Haraldssonar, annars söngvara Hatara, sem rifjar upp Eurovision í Tel Aviv fyrir ári.

Matthías skrifar þar um þegar liðsmenn hljómsveitarinnar veifuðu palestínska fán­an­um í stiga­gjöf­ Eurovision-keppninnar í Tel Aviv í fyrra, fyrir akkúrat ári.

Kvöldið eftir dönsuðu starfsmenn veitingahúss, þar sem við borðuðum í arabíska hluta borgarinnar, og þökkuðu okkur hrópandi og syngjandi. „Thank you for waving the Palestinian flag in the middle of Tel Aviv!“ Ég hef aldrei upplifað eins þversagnakenndan tíma og þegar ég tók þátt í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva,“ skrifar Matthías.

Hann hafi unnið með fólki sem stóð sig eins og hetjur og kynnst öðru sem hann gleymi aldrei. „Fyrir mér vorum við ekki bara að taka þátt í söngvakeppni,“ skrifar Matthías.

Hatarar veifuðu borðum með palestínska fánanum og öll Evrópa fylgdist …
Hatarar veifuðu borðum með palestínska fánanum og öll Evrópa fylgdist með. Skjáskot/RÚV

Hann segir baráttu Palestínumanna vera baráttu fyrir tilverurétti og sæmd. Hún sé háð á hverjum einasta degi og komi öllum við sem trúi á réttlæti.

Hún var háð fyrir keppnina í fyrra og verður enn eftir keppnina á næsta ári. Vonandi gerðum við henni gagn, vonandi kynnti fólk sér hana betur fyrir okkar tilstuðlan, vonandi er einhver enn að pæla í því hvers vegna einn lítill borði með einu litlu orði olli svona miklu fjaðrafoki,“ skrifar Matthías og bætir við að þau sem vildu að Hatari hefði sniðgengið keppnina þurfi ekki að hafa áhyggjur; hann ætli ekki til Ísrael aftur í bráð:

Skráið mig í sniðgönguhreyfinguna. En kannski og vonandi kemur sá dagur að sniðgöngumótmæli verða óþörf. Þá höldum alvöru júrópartí í Palestínu.“

 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ef þú ert óánægður með eitthvað skaltu líta í eigin barm og athuga hverju þú getur breytt. Nú er tími fyrir þolinmæði sem leyfir litlum fræjum að vaxa.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ef þú ert óánægður með eitthvað skaltu líta í eigin barm og athuga hverju þú getur breytt. Nú er tími fyrir þolinmæði sem leyfir litlum fræjum að vaxa.