Mike Tyson kominn í gamla formið

Hnefaleikakempan Mike Tyson er kominn í gott form fyrir bardagann …
Hnefaleikakempan Mike Tyson er kominn í gott form fyrir bardagann gegn Holyfield. Skjáskot/Weibo

Hnefaleikakappinn Mike Tyson er búinn að vera duglegur að hreyfa sig í heimsfaraldrinum. Tyson sýndi í gær ótrúlegan árangur sinn á kínverska samfélagsmiðlinum Weibo. Þar mátti glitta í magavöðva á Tyson sem tók æfinguna ber að ofan.

Þegar Tyson var á hátindi ferils síns var hann í stórgóðu formi. Hann lagði boxhanskana á hilluna árið 2005 og hreyfði sig lítið í kjölfarið. Síðustu mánuði hefur hann hins vegar verið duglegur og er nú kominn í gott form. 

The Sun greinir frá því að þyngstur hafi Tyson verið um 170 kíló en í dag er hann rúmlega 108 kíló.

Tyson og hnefaleikakempan Evan Holyfield eru nú í viðræðum um þriðja bardagann á milli þeirra tveggja og er það eflaust ástæðan fyrir því að Tyson hefur lagt allt erfiðið á sig.

Tyson árið 2008.
Tyson árið 2008. Skjáskot
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er mikil togstreita innra með þér svo að þú átt erfitt með að einbeita þér. Leyfðu listhneigð þinni að njóta sín.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er mikil togstreita innra með þér svo að þú átt erfitt með að einbeita þér. Leyfðu listhneigð þinni að njóta sín.