Fékk keðjusög í höfuðið

Leikkonan Cate Blanchett hruflaði sig á keðjusög.
Leikkonan Cate Blanchett hruflaði sig á keðjusög. AFP

Cate Blanchett leikkona er heppin að vera á lífi eftir að hafa slasað sig á keðjusög meðan hún var að dytta að heimili sínu á dögunum. Hún slapp með skrámu.

Þetta kom fram í hlaðvarpsþætti þar sem hún og forsætisráðherra Ástralíu Julia Gillard spjölluðu saman. Blanchett gerði lítið úr slysinu. Hún sagðist hafa það gott þrátt fyrir að hafa lent í slysi með keðjusög deginum áður. Gillard ráðlagði henni að fara varlega í framtíðinni þar sem hún ætti mjög frægt höfuð, fæstir vildu sjá eitthvað slæmt koma fyrir það. 

Blanchett sem er af áströlskum uppruna býr í London ásamt eiginmanni sínum Andrew Upton leikstjóra og leikskáld og eiga þau fjögur börn saman á aldrinum 5 til 18 ára.

Blanchett sagði tímann í sóttkví hafa verið tíðindalítill. Hún hafði verið búin að taka sér árs hlé frá vinnu til þess að aðstoða syni sínum í gegnum lokaprófin. „Svo gufuðu prófin upp og ég sat uppi með 18 ára dreng sem vildi ekkert með mig hafa. Í stað þess fór ég í það að vera leikskólakennari fimm ára barnsins sem var ekki síður krefjandi.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson