Hélt upp á afmælið með fyrrverandi konu eiginmannsins

Bruce Willis, Emma Heming Willis, dóttir þeirra og Demi Moore.
Bruce Willis, Emma Heming Willis, dóttir þeirra og Demi Moore. Skjáskot/Instagram

Fyrirsætan Emma Heming Willis fagnaði 42 ára afmæli sínu á fimmtudaginn. Hún hélt upp á daginn með sinni nánustu fjölskyldu og þar á meðal var leikkonan Demi Moore, fyrrverandi eiginkona eiginmanns hennar Bruce Willis. 

Fyrrverandi hjónin Bruce og Demi hafa eytt miklum tíma saman upp á síðkastið en þau voru saman í sóttkví síðastliðna mánuði. Upphaflega var planið að Emma og dætur hennar og Bruce, Mabel og Evelyn, myndu dvelja í sóttkví með fjölskyldunni en vegna neyðartilfellis gátu þær það ekki. 

Nú er fjölskyldan hinsvegar öll sameinuð en þau héldu meðal annars saman upp á 6 ára afmæli Evelyn litlu í síðasta mánuði. Á myndunum úr þeim afmælisfögnuði má sjá hvar Demi kveikir á kertunum á afmæliskökunni. 

„Demi og Emma eru mjög nánar. Þær hafa oft farið í frí saman og ná mjög vel saman. Þetta er í raun og veru mjög hamingjusöm fjölskylda,“ sagði heimildarmaður People

View this post on Instagram

It really was a happy birthday for me 💞

A post shared by Emma Heming Willis (@emmahemingwillis) on Jun 18, 2020 at 4:06pm PDT

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er hætt við að yfirmenn þínir, foreldrar eða nánir vinir mistúlki gerðir þínar í dag. Leyfðu því að hvíla um sinn meðan undirmeðvitundin glímir við það.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er hætt við að yfirmenn þínir, foreldrar eða nánir vinir mistúlki gerðir þínar í dag. Leyfðu því að hvíla um sinn meðan undirmeðvitundin glímir við það.