Skrifaði ástarorð með blóði sínu

Amber Heard og Johnny Depp við réttarhöldin.
Amber Heard og Johnny Depp við réttarhöldin. AFP

Þriðji dagur réttarhalda meiðyrðamáls Depp gegn The Sun en Depp höfðar málið vegna frétta Sun um að hann hafi beitt fyrr­ver­andi eig­in­konu sína, leik­kon­una Am­ber Heard, of­beldi. 

Amber Heard segir að Johnny Depp hafi skrifað „ég elska þig“ með blóði sínu eftir að hafa skorið sig í slagsmálum við hana. Ástarorðin skrifaði hann á spegil sem tilraun til þess að biðjast afsökunar. Depp segir hins vegar að hann hafi skorið sig eftir að hún kastaði í hann flösku. 

Það grimmasta sem hún hefur gert

Depp er áfram í vitnastúku og rifjar upp ferð þeirra Heard, Depp og hjúkrunarkonu til lítillar eyju árið 2014. Þar á Depp að hafa verið í afvötnun til þess að vinna bug á fíkn sína í lyfseðilsskylt lyf.

Depp heldur því fram að Heard hafi viljandi haldið frá honum lyfjum sem áttu að milda fráhvarfseinkennin. Það segir hann að hafi verið „eitt það grimmasta sem hún hafi nokkurn tímann gert“. Depp lýsir því hvernig Heard neitaði honum um lyf og skildi hann eftir grátandi á gólfinu eins og barn. Þá hafi hann byrjað að skjálfa og fengið magakrampa. Lögfræðingar The Sun benda á að Heard hafi einungis fylgt leiðbeiningum sérfræðinga um hvenær Depp mætti taka lyfin.

Skilaboð á milli Heard og hjúkrunarfræðings sýna að Heard hafi beðið um hjálp og sagt að hann væri að ýta henni. Við vitnaleiðslur neitaði Depp að hafa sýnt ofbeldisfulla hegðun í garð Heard og að hann hafi ekki verið í neinu líkamlegu ástandi til þess. 

Amber Heard
Amber Heard AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson