Var kóngur heimsins en þunglyndur

Söngvarinn Ricky Martin.
Söngvarinn Ricky Martin. mbl.is/AFP

Ricky Martin var þunglyndur og sorgmæddur áður en hann loks kom út úr skápnum árið 2010. Hann segist nú lifa lífinu til fulls og á eiginmann og fjögur börn.

„Ég var kóngur heimsins. Allir voru að hlusta á tónlist mína óháð þjóðerni. En ég var ekki að lifa lífinu til fulls. Ég var sorgmæddur. Ég var þunglyndur,“ segir Ricky Martin þegar hann lítur yfir farinn veg í nýju og opinskáu viðtali við Proud Radio Podcast. Martin segir að það að koma fram á tónleikum hafi hjálpað honum að kippa sér út úr þunglamalegri sorginni sem fylgdi því að vera í skápnum.

„Ég var í Ástralíu og þaðan átti ég að fara til Suður Ameríku. Ég sagðist ekki geta það. Ég yrði að fara heim. Ég þyrfti þögn. Ég þyrfti að gráta. Ég þyrfti að vera reiður. Ég þyrfti umfram allt að fyrirgefa sjálfum mér að ná þetta langt.“

Eftir þetta ákvað Martin að taka sér hlé frá störfum og einbeita sér að sjálfum sér og skrifa endurminningar sínar. Hann kom út úr skápnum gagnvart fjölskyldu sinni og vinum en átti eftir að tilkynna aðdáendum sínum og fjölmiðlum. Það gerðist árið 2010. 

„Ég skrifaði tilkynninguna á heimasíðu mína og ýtti á „senda“ og grét eins og brjálæðingur. Síðan þá hef ég verið afar hamingjusamur.“

View this post on Instagram

Happy #pride everyone!! . 🟥🟧🟨🟩🟦🟪⬛️🟫

A post shared by Ricky (@ricky_martin) on Jun 27, 2020 at 10:45am PDT

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að leggja þig fram og ná aftur stjórn á hlutunum. Reyndu ekki að vera örlátur heldur beittu almennri skynsemi og verndaðu eigin hagsmuni.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að leggja þig fram og ná aftur stjórn á hlutunum. Reyndu ekki að vera örlátur heldur beittu almennri skynsemi og verndaðu eigin hagsmuni.