Bréf frá Díönu ratar á uppboð

Prinsessan mánuði áður en hún lést í bílslysi.
Prinsessan mánuði áður en hún lést í bílslysi. IAN WALDIE

Handskrifað bréf frá Díönu prinsessu til vinar hennar Dudleys Poplaks hefur ratað á uppboð. Bréfið er skrifað á bréfsefni Kensingtonhallar um það leyti sem hún varð 30 ára árið 1991. 

Í bréfinu veltir hún vöngum yfir því hvernig næstu tíu árin verði.

„Ég velti því fyrir mér hvað næstu tíu ár muni bera í skauti sér, ég hef lært töluvert á síðustu tíu árum á afar áhugaverðan hátt,“ skrifar Díana og gæti verið að vísa til hjónabandserfiðleika sinna og lífsins innan konungsfjölskyldunnar.

Áratugurinn fram undan átti eftir að reynast Díönu erfiður. Árið 1992 skildi hún að borði og sæng við Karl Bretaprins. Skilnaðurinn var mjög erfiður og opinber þar sem þau bæði játuðu að hafa haldið framhjá hinu. Árið 1997 lést Díana í bílslysi.

Bréfið er á uppboði hjá David Lay Auctioneers of Penzance í Cornwall og er metið á 600 pund eða rúmar 100 þúsund krónur samkvæmt heimildum Daily Mail.

Díana í opinberri heimsókn til Brazilíu 1991 árið sem hún …
Díana í opinberri heimsókn til Brazilíu 1991 árið sem hún varð þrítug. Tim Graham/Getty Images
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Haltu áfram að leggja að þér við vinnuna og skipulegði þig heima og í vinnunni. Leggðu gamla hluti til hliðar og haltu á vit framtíðarinnar.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Haltu áfram að leggja að þér við vinnuna og skipulegði þig heima og í vinnunni. Leggðu gamla hluti til hliðar og haltu á vit framtíðarinnar.