Með hjartað í buxunum

Una Stef segir lagið hafa verið hluta af sér allt …
Una Stef segir lagið hafa verið hluta af sér allt sitt líf. Ljósmynd/Birta Rán Björgvinsdóttir

„Þetta er Covid-verkefni mitt og hljómsveitarinnar minnar, The SP74,“ segir söngkonan Una Stef um nýja lagið, Tunglið, tunglið taktu mig, sem kom út í vikunni og er aðgengilegt á Spotify.

„Lagið er eftir pabba minn, Stefán S. Stefánsson, og Theódóru Thoroddsen og ég hef ætlað mér að gera nýja útsetningu í tíu ár eða svo. Covid var svo bara rétti tíminn til að leggjast yfir þetta verkefni. Ég get alveg viðurkennt að ég var logandi hrædd enda gefur pabbi aldrei neinn afslátt,“ bætir hún við hlæjandi en lagið kom upphaflega út árið 1978 með Ljósunum í bænum.

Það er Elvar Bragi Kristjónsson, trompetleikari The SP74, sem á heiðurinn af útsetningunni og Una segir það hafa verið viðhöfn þegar faðir hennar fékk að heyra afraksturinn. „Ég hellti upp á kaffi og var með hjartað í buxunum en hann varð strax bara mjög ánægður.“


Una segir móður sína hafa stungið upp á því að hún tæki frekar annan frægan slagara eftir föður sinn, Disco Frisco, en sjálfri þótti henni Tunglið henta betur en þess má geta að Stefán var aðeins sextán ára þegar hann samdi lagið. „Þetta yndislega lag hefur verið hluti af mér allt mitt líf, svo að segja, og það er virkilega ánægjulegt að geta gefið því nýtt líf.“

Unu þykir vel við hæfi að vinna svona persónulegt verkefni á þessum viðkvæmu tímum. „Það leit allt vel út snemma á árinu, mikið að gera og hljómsveitin að fara að spila erlendis. Því var svo öllu aflýst. Framhaldið er auðvitað alveg óljóst en sem betur fer hef ég nóg að gera við að semja, bæði fyrir mig og aðra. Maður er svo sem vanur afkomukvíðanum, hafandi valið þetta fag, en við getum huggað okkur við að þetta er tímabundið ástand. Og tónlistin hefur líklega aldrei skipt meira máli og gaman verður að sjá hvað kemur út úr þessu skrýtna ástandi.“

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einkar gott er að sinna viðskiptum og fjármálum í dag. Láttu einskis ófreistað til þess að komast til botns í hlutunum.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einkar gott er að sinna viðskiptum og fjármálum í dag. Láttu einskis ófreistað til þess að komast til botns í hlutunum.